Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. maí 2021 18:19
Anton Freyr Jónsson
Domusnovavellinum
Byrjunarlið Leiknis og Fylkis: Binni Hlö inn - Óbreytt hjá Fylki
Brynjar Hlöðversson byrjar í vörn Leiknis í kvöld.
Brynjar Hlöðversson byrjar í vörn Leiknis í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna klukkan 19:15 flautar Einar Ingi Jóhannsson til leiks á Domusnovavellinum í Breiðholti þar sem Leiknir Reykjavík og Fylkir mætast í fjórðu umferð Pepsí Max-deildar karla.

Ef horft er á töfluna þá er þetta mjög áhugaverður leikur sem fer fram hér í kvöld. Leiknismenn sitja í tíunda sæti og Fylkismenn í því níunda. Bæði lið eru með tvö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknun.

Leiknir R. fór norður á Dalvík og mættu þar KA mönnum á Dalvíkurvelli og höfðu KA menn betur 3-0. Fylkismenn fengu KR-inga í heimsókn í Árbæinn og enduðu leikar þar 1-1.

Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis gerir eina breytingu frá síðasta leik. Brynjar Hlöðversson kemur inn í liðið en hann var ekki með í síðustu umferð vegna meiðsla. Arnór Ingi Kristinsson fær sér sæti á bekknum.

Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Ingi Stígsson þjálfarar Fylkis gera engar breytingar frá jafnteflinu gegn KR í síðustu umferð.

Byrjunarlið Leiknis:
12. Guy Smit (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson
5. Daði Bærings Halldórsson
7. Máni Austmann Hilmarsson
8. Árni Elvar Árnason
10. Sævar Atli Magnússon (f)
11. Brynjar Hlöðversson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger
23. Dagur Austmann
24. Daníel Finns Matthíasson

Byrjunarlið Fylkis:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
6. Torfi Tímoteus Gunnarsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Jordan Brown
11. Djair Parfitt-Williams
22. Dagur Dan Þórhallsson
23. Arnór Borg Guðjohnsen

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknun.

Pepsi Max-deild karla
19:15 Leiknir R.-Fylkir (Domusnovavöllurinn)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner