Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fim 16. maí 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
140 Bandaríkjamenn eiga félagið sem Jói Kalli þjálfar í Danmörku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, er tekinn við hjá AB sem leikur í þriðju efstu deild danska boltans.

   15.05.2024 14:28
Staðfesta ráðningu Jóa Kalla - Hvaða félag er þetta?


AB var stórt félag í Danmörku áður fyrr en liðið vann síðast efstu deild árið 1967 og danska bikarinn árið 1999, en hefur gengið illa síðan þá.

Félagið var í miklum fjárhagsvandræðum og fyrir einu og hálfu ári var það keypt af afar óvenjulegum hóp fjárfesta frá Bandaríkjunum.

Fjárfestarnir eru ekki auðkýfingar eða viðskiptajöfrar, heldur er þetta stór hópur af venjulegu fólki sem ákvað að kaupa fótboltalið.

Fjárfestarnir eru um 140 talsins og stærsti hluti þeirra er frá New York. Þeir söfnuðu saman fé til að kaupa AB sem leikur heimaleiki sína í Gladsaxe úthverfinu í Kaupmannahöfn, sem er ekki langt frá Lyngby.

Fjárfestarnir lögðu til um 1,5 til 4,5 milljónir króna á haus til að kaupa danska félagið en meðal þeirra eru endurskoðendur, fasteignasalar, ljósmyndarar, læknar, fréttamenn, píparar og svo framvegis.

Stór hluti af eigendahópnum hittist reglulega á bar í Brooklyn þar sem þeir drekka bjór, borða danskan bakarísmat og horfa á AB spila fótbolta.

Það verður afar áhugavert að fylgjast með gengi AB eftir ráðninguna á Jóa Kalla í þjálfarastarfið.
Athugasemdir
banner
banner