Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 16. júlí 2024 11:40
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 14. umferðar - Hófst í maí en lauk í júlí
Tryggvi Hrafn skoraði tvö mörk í stórsigri Vals gegn Stjörnunni þann 30. maí.
Tryggvi Hrafn skoraði tvö mörk í stórsigri Vals gegn Stjörnunni þann 30. maí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Kári hefur verið fimm sinnum í liði umferðarinnar.
Kjartan Kári hefur verið fimm sinnum í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í gær 15. júlí lauk 14. umferð Bestu deildarinnar, umferð sem hófst með tveimur leikjum þann 30. júní. Þá léku Evrópuliðin fjögur innbyrðist til að rýma fyrir plássi.

Breiðablik og Víkingur gerðu þá 1-1 jafntefli þar sem Damir Muminovic var maður leiksins. Seinna um kvöldið vann Valur svo 5-1 sigur gegn Stjörnunni þar sem Tryggvi Hrafn Haraldsson fór á kostum og skoraði tvívegis. Kristinn Freyr Sigurðsson var duglegur að skapa fyrir liðsfélaga sína og er einnig í Sterkasta liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.



Síðasta fimmtudag vann Fram svo 1-0 sigur gegn KR. Ólafur Íshólm Ólafsson átti geggjaðan leik í marki Fram og Tiago var umferðarstjórinn á miðsvæðinu.

KA er komið á gott skrið og vann Vestra 2-0 á Ísafirði á laugardaginn. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörk KA og Daníel Hafsteinsson var frábær á miðjunni. Þá er Hallgrímur Jónasson þjálfari umferðarinnar fyrir að ná að rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun.

Umferðinni lauk svo með tveimur leikjum í gær. Ómar Björn Stefánsson var maður leiksins þegar botnlið Fylkis vann mikilvægan sigur á Skagamönnum. Ómar kom Fylki á bragðið með frábæru marki. Orri Sveinn Segatta skoraði mark tvö.

Þá var Kjartan Kári Halldórsson maður leiksins í 3-1 sigri FH gegn KA. Ísak Óli Ólafsson var traustur í vörn FH og skoraði að auki í leiknum.

Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner