13. umferð Bestu deildarinnar lauk í gær en lið umferðarinnar er klárlega ÍA. Skagamenn héldu upp á írska daga með því að slátra HK 8-0 en ekkert af liðunum fyrir neðan þá gulu náði að vinna sinn leik.
Viktor Jónsson skoraði fjögur mörk í leiknum, Jón Gísli Eyland Gíslason tvö og þeir Erik Tobias Sandberg og Johannes Vall komust einnig á blað. Þeir eru allir í Sterkasta liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar, eins og líka Árni Marinó Einarsson markvörður.
Það er vel við hæfi að setja sem flesta Skagamenn í liðið og velja svo Jón Þór Hauksson sem þjálfara umferðarinnar.
Viktor Jónsson skoraði fjögur mörk í leiknum, Jón Gísli Eyland Gíslason tvö og þeir Erik Tobias Sandberg og Johannes Vall komust einnig á blað. Þeir eru allir í Sterkasta liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar, eins og líka Árni Marinó Einarsson markvörður.
Það er vel við hæfi að setja sem flesta Skagamenn í liðið og velja svo Jón Þór Hauksson sem þjálfara umferðarinnar.
Umferðin hófst í síðasta mánuði! Leikur Víkings og Vals fór fram 30. júní þar sem Karl Friðleifur Gunnarsson var maður leiksins í 2-1 sigri toppliðsins.
Eftir erfiða viku þá vann Valur öruggan 4-0 sigur gegn Fylki. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrsta mark leiksins og var valinn maður leiksins. Patrick Pedersen skoraði tvö mörk.
Björn Daníel Sverrisson var maður leiksins í 1-1 jafntefli FH gegn KA, Aron Sigurðarson valinn bestur í 1-1 jafntefli KR gegn Stjörnunni og Sergine Fall var maður leiksins í 2-2 leik Vestra gegn Breiðabliki.
Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir