Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. ágúst 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bergdís ekki meira með í sumar - „Hélt að þetta væri slæm tognun"
Bergdís Fanney Einarsdóttir.
Bergdís Fanney Einarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergdís Fanney Einarsdóttir mun ekki leika meira með KR í sumar vegna meiðsla.

Frá þessu segir hún í samtali við Vísi.

„Við spilum þarna fyrsta leik eftir hlé og þar brotna ég. Það kom ekki í ljós fyrr en eftir helgina. Ég hélt að þetta væri slæm tognun og ákvað bara að fara heim og kæla. Svo fannst mér bólgan ekki hafa hjaðnað vel og fór upp á slysó. Ég keyrði sjálf þangað og labbaði inn með eina hækju en kom út í gifsi og í hjólastól," segir Bergdís Fanney.

Hún ökklabrotnaði í fyrsta leiknum eftir EM-pásuna löngu, en sá leikur var gegn Breiðabliki.

„Viku seinna fór ég í aðgerð og núna er ég sex skrúfum og einni plötu ríkari. Það er hægt að taka pinnana út eftir tíu til tólf vikur þegar liðbandið er orðið nógu gott. Það var víst orðið eitthvað lélegt eftir að maður var búin að labba á þessu."

KR er þessa stundina á botni Bestu deildarinnar með sjö stig, þremur stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner