Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. ágúst 2022 21:01
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Íslenskir sigrar í úrslitaleikjum fyrir riðlakeppnina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images

Það fóru þrír leikir fram í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld og komu þrír Íslendingar við sögu.


Alfons Sampsted var á sínum stað í varnarlínu Bodö/Glimt sem lagði Dinamo Zagreb að velli 1-0 þökk sé marki Amahl Pellegrino. Seinni leikurinn í Króatíu verður mikil skemmtun.

Sama má segja um viðureign Kaupmannahafnar gegn tyrkneska félaginu Trabzonspor. Þar lék Hákon Arnar Haraldsson fyrstu 68 mínúturnar og var skipt af velli í stöðunni 2-0 fyrir Kaupmannahöfn.

Gestirnir frá Tyrklandi voru betra liðið í seinni hálfleik og minnkuðu muninn á 79. mínútu, skömmu áður en Ísak Bergmann Jóhannesson var skipt inn. Mark Trabzonspor kom því þegar enginn Íslendingur var á vellinum og urðu lokatölur 2-1.

Rangers tók þá á móti PSV Eindhoven í fjörugum leik sem lauk með 2-2 jafntefli. Markvörður PSV gerði skelfileg mistök í öðru marki Rangers í leiknum og lagði hinn eftirsótti Cody Gakpo jöfnunarmark PSV upp á 78. mínútu. 

Sigurvegarar viðureignanna fara í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tapliðin fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Bodö/Glimt 1 - 0 Dinamo Zagreb
1-0 Amahl Pellegrino ('37 )

FC Kobenhavn 2 - 1 Trabzonspor
1-0 Viktor Claesson ('9 )
2-0 Lukas Lerager ('48 )
2-1 Anastasios Bakasetas ('79 )

Rangers 2 - 2 PSV
0-1 Ibrahim Sangare ('37 )
1-1 Antonio-Mirko Colak ('40 )
2-1 Tom Lawrence ('70 )
2-2 Armando Obispo ('78 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner