Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 16. ágúst 2022 18:30
Elvar Geir Magnússon
Þrír Blikar taka út leikbann í Úlfarsárdal
Damir fékk rautt spjald í gær.
Damir fékk rautt spjald í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Topplið Breiðabliks verður án þriggja leikmanna sem taka út bann þegar liðið heimsækir Fram í Úlfarsárdal á mánudagskvöld. Þar á meðal er Damir Muminovic sem fer sjálfkrafa í eins leiks bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Víkingi í gær.

Á fundi aganefndar í dag var svo staðfest að Dagur Dan Þórhallsson og Gísli Eyjólfsson verða líka í banni en þeir hafa safnað fjórum spjöldum hvor.

Logi Tómasson verður í banni hjá Víkingi sem fær Val í heimsókn á mánudag, vegna uppsafnaðra áminninga.

Alex Freyr Hilmarsson, miðjumaður ÍBV, hefur einnig safnað fjórum gulum spjöldum og verður í banni gegn ÍA á sunnudag. Skagamenn verða án Hlyns Sævars Jónssonar í þeim leik, þar sem hann fékk rautt í síðustu umferð.

Hjá FH er Guðmundur Kristjánsson kominn í bann vegna uppsafnaðra áminninga og verður ekki með í leik gegn Keflavík í Kaplakrika á mánudaginn. Keflvíkingar verða án Frans Elvarssonar sem tekur út bann.

Þá tekur Aron Þórður Albertsson, leikmaður KR, út bann á mánudag gegn Leikni í Breiðholtinu.

Í Lengjudeildinni voru fjórir leikmenn Þórs úrskurðaðir í bann vegna uppsafnaðra áminninga en með því að smella hér má sjá allan úrskurð aganefndarinnar frá því í dag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner