Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   mán 16. september 2024 11:15
Elvar Geir Magnússon
Barcelona án Olmo í næstu sex leikjum hið minnsta
Dani Olmo missir af næstu leikjum Börsunga.
Dani Olmo missir af næstu leikjum Börsunga.
Mynd: EPA
Dani Olmo meiddist í sigri Barcelona gegn Girona í gær og verður frá í um mánuð. Hann varð fyrir vöðvameiðslum í læri og snýr ekki aftur fyrir landsleikjagluggann í október.

Barcelona hefur staðfest að hann verði frá í fjórar til fimm vikur. Hann missir því af Meistaradeildarleikjum gegn Mónakó og Young Boys auk deildarleikja gegn Villarreal, Getafe, Osasuna og Alaves.

Hann gæti snúið aftur í leik gegn Sevilla þann 20. október en eftir það eru leikir gegn Bayern München og Real Madrid.

Olmo kom frá RB Leipzig í sumar og er með þrjú mörk á aðeins 189 spilmínútum með Barcelona.

Annars er það að frétta að enn er óvíst hversu lengi Frenkie de Jong verður frá. Hann vonast til þess að forðast það að þurfa að leggjast undir hnífinn.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 5 5 0 0 17 4 +13 15
2 Atletico Madrid 5 3 2 0 9 2 +7 11
3 Real Madrid 5 3 2 0 9 2 +7 11
4 Villarreal 5 3 2 0 11 8 +3 11
5 Celta 5 3 0 2 13 10 +3 9
6 Betis 5 2 2 1 5 4 +1 8
7 Mallorca 6 2 2 2 4 4 0 8
8 Alaves 5 2 1 2 7 6 +1 7
9 Vallecano 5 2 1 2 7 6 +1 7
10 Girona 5 2 1 2 8 8 0 7
11 Athletic 5 2 1 2 6 6 0 7
12 Espanyol 5 2 1 2 5 5 0 7
13 Osasuna 5 2 1 2 6 10 -4 7
14 Sevilla 5 1 2 2 4 6 -2 5
15 Leganes 5 1 2 2 3 5 -2 5
16 Real Sociedad 6 1 1 4 3 7 -4 4
17 Valladolid 5 1 1 3 2 13 -11 4
18 Getafe 5 0 3 2 2 4 -2 3
19 Las Palmas 5 0 2 3 6 10 -4 2
20 Valencia 5 0 1 4 3 10 -7 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner