Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 16. október 2020 14:21
Magnús Már Einarsson
Heimild: Vísir 
Dagný spilaði meidd - Gæti misst af stórleiknum við Svíþjóð
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvort Dagný Brynjarsdóttir geti spilað með íslenska landsliðinu í toppslagnum gegn Svíum í undankeppni EM þann 27. október næstkomandi en hún bíður eftir svörum frá bæklunarlækni. Dagný meiddist gegn Val 9. september síðastliðinn en Vísir greinir frá þessu í dag.

„Ég fékk leikmann aftan á hælinn þegar ég var að hlaupa, með tábergið niðri í grasinu, svo ristin á mér kramdist,“ segir Dagný í samtali við Vísi í dag.

Þrátt fyrir meiðslin skoraði Dagný þrennu gegn Lettum og spilaði vel í jafntefli gegn Svíum í síðasta mánuði. Hún lék einnig með Selfossi í sigri á KR 30. september áður en hún tók sér hlé frá fótbolta.

„Ég er með töluverðan beinbjúg í nokkrum beinum; í tveimur ökklabeinum og í hluta af aðlægum ristarbeinum. Ég viðurkenni að það er orðið svolítið þreytandi að geta ekki leikið við son minn á daginn því mér er svo illt í fætinum. Daglegt amstur er búið að vera bras,“ segir Dagný sem hefur verið með hækjur síðustu vikuna og reynt að hlífa fætinum.

Dagný segir óvíst hvort hún nái stórleiknum gegn Svíum en íslenska landsliðið á einnig eftir leiki gegn Slóvakíu og Ungverjalandi síðar á árinu.

„Það er kannski ekki sniðugt að vera búin að hvíla sig í tvær vikur og klúðra bataferlinu með því að spila gegn Svíum. Þó að það sé stórleikur þá er hann það ekki nema að við vinnum líka hina tvo leikina í lok nóvember og þá vil ég spila," sagði Dagný við Vísi.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner