Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 16. nóvember 2021 10:45
Elvar Geir Magnússon
Mings: Southgate gefur öllum mikið sjálfstraust
Mings í baráttunni.
Mings í baráttunni.
Mynd: EPA
Tyrone Mings, varnarmaður enska landsliðsins, segir að þjálfarinn Gareth Southgate gefi leikmönnum mikið sjálfstraust. Ensku ljónin innsigluðu sæti á HM 2022 með 10-0 bursti gegn San Marínó í gær.

„Ég vona svo sannarlega að hann geri nýjan samning. Hann gefur manni traust, tækifæri og mikið sjálfstraust á sérstakan hátt," segir Mings.

Enska landsliðið tapaði ekki leik í undankeppninni. Undir stjórn Southgate komst England í undanúrslit HM og í úrslitaleik EM.

„Hann hefur búið til frábært umhverfi hjá enska landsliðinu. Hann hefur reynst mér stórkostlega og reynst Englandi stórkostlega. Ég þarf ekki að segja mikið því árangur hans talar fyrir sig sjálfur. Ég vona að hann haldi lengi áfram."

Mings, sem er leikmaður Aston Villa, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir England í gær. Það var hans sextándi landsleikur.

„Samkeppnin innan hópsins drífur okkur áfram. Það er mikil breidd í hópnum og margir leikir framundan áður en HM í Katar fer fram. Við erum stoltir af því hvernig við komumst í gegnum undankeppnina. Nú erum við komnir á stærstu sýningu heimsins," segir Mings.
Athugasemdir
banner
banner
banner