Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 17. janúar 2022 18:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Danska læknateymið fékk háttvísiverðlaunin
Mynd: EPA
Danska læknateymið fékk háttvísiverðlaunin á FIFA verðlaunahátíðinni í kvöld.

Það kom upp mjög óhugnalegt atvik á EM í sumar þar sem danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik.

Menn brugðust snöggt við og eftir nokkrar mínútur af hjartahnoði komst hann til meðvitundar. Hann var síðan undir eftirliti á sjúkrahúsi en er farinn að sparka í bolta í dag.

Hann þurfti hinsvegar að yfirgefa Inter Milan á Ítalíu þar sem leikmenn sem eru með gangráð meiga ekki spila fótbolta á Ítalíu, það er talið líklegt að hann muni spila á Englandi á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner