Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 17. janúar 2022 09:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigurður Bjartur á reynslu hjá liði í efstu deild í Króatíu
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Sigurður Bjartur Hallsson samdi við KR í haust eftir gott tímabil með Grindavík í Lengjudeildinni. Sigurður samdi þannig við KR að hann mætti semja við erlent félag út janúar, KR myndi ekki koma í veg fyrir að hann kæmist í atvinnumennsku.

Sigurður er þessa stundina á reynslu hjá króatíska félaginu NK Lokomotiva Zagreb. Liðið er í æfingaferð og skoraði Sigurður mark í æfingaleik á dögunum.

Hann hefur alls verið átta daga erlendis og óvíst er hvenær hann fer heim.

Lokomotiva er í sjötta sæti efstu deildar í Króatíu og undirbýr sig fyrir seinni hluta tímabilsins. Sigurður átti að fara á reynslu hjá króatísa félaginu Sibenik síðasta haust en komst ekki vegna meiðsla.

Það var Jóhann Már Helgason sem vakti athygli á þessu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.
Sigurður Bjartur: Fínt að fá þetta svigrúm frá KR
Athugasemdir
banner
banner
banner