Liverpool mætir Wolves á Molineaux í kvöld í endurteknum leik í enska bikarnum. Fyrri leikur liðanna endaði með 2-2 jafntefli á Anfield.
Það hefur gengið afar illa hjá liðinu á þessari leiktíð en Jordan Henderson vonast til að geta snúið genginu við fljótlega.
„Ég hef gengið í gegnum þetta áður á ferlinum og maður verður að halda áfram að berjast, maður verður að halda áfram og vonandi getum við breytt þessu fyrr en síðar," sagði Henderson sem er ekki í leikmannahópnum í kvöld.
Jurgen Klopp gerir átta breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum en James Milner sem leikur í hægri bakverði í kvöld ber fyrirliðabandið í fjarveru Henderson.
Athugasemdir