Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   þri 17. júní 2025 13:19
Elvar Geir Magnússon
Axel Óskar í banni í næstu tveimur leikjum
Axel Óskar Andrésson er í banni í bikarnum og deildinni.
Axel Óskar Andrésson er í banni í bikarnum og deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ibrahima Balde verður í banni hjá Þór og getur því ekki mætt sínum fyrrum félögum í bikarnum.
Ibrahima Balde verður í banni hjá Þór og getur því ekki mætt sínum fyrrum félögum í bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar Andrésson, varnarmaður Aftureldingar, verður ekki með í næstu tveimur leikjum Mosfellinga.

Hann verður í banni gegn Fram í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudag og hefur nú einnig verið dæmdur í bann, vegna uppsafnaðra áminninga, í Bestu deildinni. Hann verður því ekki með gegn ÍBV á mánudaginn.

Axel fékk rautt spjald þegar Afturelding vann 1-0 sigur gegn ÍA í 16-liða úrslitum bikarsins í síðasta mánuði en agarefsingar í deild og bikar eru aðskildar.

Alls verða þrír leikmenn í banni í leik Aftureldingar og Fram í bikarnum. Auk Axels eru það liðsfélagi hans Elmar Kári Cogic og fyrirliði Fram, Guðmundur Magnússon.



Þessir verða í banni í bikarnum
Til upprifjunar má sjá hvaða leikmenn verða í banni í leikjum 8-liða úrslita Mjólkurbikarsins sem leikin verða á miðvikudag og fimmtudag.

miðvikudagur 18. júní
17:30 Vestri-Þór (Kerecisvöllurinn)
- Jeppe Pedersen í Vestra.
- Aron Ingi Magnússon og Ibrahima Balde í Þór.

20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsungvöllurinn)
- Enginn í banni.

fimmtudagur 19. júní
17:30 ÍBV-Valur (Þórsvöllur Vey)
- Enginn í banni.

20:00 Afturelding-Fram (Malbikstöðin að Varmá)
- Axel Óskar Andrésson og Elmar Kári Cogic í Aftureldingu.
- Guðmundur Magnússon í Fram.



Í banni í næstu umferð í Bestu deildinni
Aganefnd kom saman í gær. Þessir leikmenn geta ekki tekið þátt í næstu umferð í Bestu deildinni.

sunnudagur 22. júní
14:00 FH-Vestri (Kaplakrikavöllur)
- Grétar Snær Gunnarsson í FH.
- Fatai Gbadamosi og Thibang Phete í Vestra.

19:15 ÍA-Stjarnan (ELKEM völlurinn)
- Hlynur Sævar Jónsson og Oliver Stefánsson í ÍA.

19:15 KA-Víkingur R. (Greifavöllurinn)
- Rodrigo Gomes í KA.
- Stígur Diljan Þórðarson í Víkingi.

mánudagur 23. júní
18:00 ÍBV-Afturelding (Hásteinsvöllur)
- Axel Óskar Andrésson í Aftureldingu.

19:15 Valur-KR (N1-völlurinn Hlíðarenda)
- Bjarni Mark Duffield í Val.

19:15 Breiðablik-Fram (Kópavogsvöllur)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
8.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
11.    ÍA 15 5 0 10 16 - 32 -16 15
12.    KA 15 4 3 8 14 - 31 -17 15
Athugasemdir
banner