„Það var enginn sem sýndi okkur óvirðingu, leyfið okkur að vinna í friði," segir einstaklingur sem ekki vill koma fram undir nafni en er einn af dvergunum sem skemmtu í afmæli Lamine Yamal, leikmanns Barcelona og spænska landsliðsins.
Samtök smávaxins fólks á Spáni gagnrýndu Yamal harðlega eftir að fréttir bárust af því að dvergar hefðu skemmt í 18 ára afmælishátíð hans á dögunum og hótuðu málaferlum.
Samtök smávaxins fólks á Spáni gagnrýndu Yamal harðlega eftir að fréttir bárust af því að dvergar hefðu skemmt í 18 ára afmælishátíð hans á dögunum og hótuðu málaferlum.
Einn af skemmtikröftunum kemur Yamal til varnar og segir í viðtali við RAC1 að engin lítilsvirðing hafi verið í gangi. Hann óttast að umræðan muni minnka tækifæri hans til að koma fram og skemmta öðrum.
„Það er verið að reyna að hindra okkur í starfi sem við elskum. Við vinnum sem skemmtikraftar, af hverju megum við ekki gera það? Vegna líkamlegra aðstæðna okkar? Við þekkjum mörkin og höldum okkur innan þeirra, við erum ekki apar í búri," segir dvergurinn.
Hann segir að allir hafi skemmt sér vel í afmælisveislunni og að þeirra hlutverk hafi meðal annars verið að dansa, bjóða fólki upp á skot, gera töfrabrögð og framkvæma alls kyns skemmtiatriði.
Athugasemdir