Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
5. deild: Skallagrímur setti sjö til að halda pressunni
Mynd: Hanna Símonardóttir
Það fóru tveir leikir fram í 5. deildinni í gærkvöldi og voru fimmtán mörk skoruð.

Skallagrímur skoraði sjö þeirra í sigri á útivelli gegn Létti í A-riðli. Leikmenn Skallagríms skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín svo Kristján Ólafsson, leikmaður Léttis, endaði sem markahæstur með tvö mörk.

Lokatölur urðu 4-7 og er Skallagrímur í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Álafoss. Léttir er fimm stigum á eftir Skallagrími.

Í B-riðli komst Þorlákur í tveggja marka forystu í síðari hálfleik á útivelli gegn Skautafélagi Reykjavíkur.

SR tókst þó að jafna leikinn á lokakaflanum svo lokatölur urðu 2-2. Liðin eru bæði í neðri hluta riðilsins, þar sem SR er einu stigi fyrir ofan Þorlák.

Mönnum varð ansi heitt í hamsi undir lokin í Laugardalnum þar sem tveir leikmenn voru reknir af velli.

Léttir 4 - 7 Skallagrímur
0-1 Björn Ómar Úlfarsson ('12 , Sjálfsmark)
0-2 Declan Joseph Redmond ('18 )
0-3 Elís Dofri G Gylfason ('36 )
0-4 Carlos Javier Castellano ('45 )
1-4 Kristján Jóhannesson ('45 )
1-5 Guðjón Andri Gunnarsson ('54 )
1-6 Makhtar Sangue Diop ('77 )
2-6 Daníel Arnfinnsson ('84 )
3-6 Nischal Smári Gurung ('88 )
3-7 Ísak Einarsson ('90 )
4-7 Kristján Ólafsson ('90 )

SR 2 - 2 Þorlákur
0-1 Atli Hrafnkelsson ('56 )
0-2 Sigurður Dan Óskarsson ('61 )
1-2 Markús Pálmi Pálmason ('71 )
2-2 Eyjólfur Erik Ólafsson ('78 )
Rautt spjald: Adam John Gerald Ursell, Þorlákur ('88)
Rautt spjald: Helgi Rafn Bergþórsson, SR ('90)
5. deild karla - A-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Álafoss 9 7 0 2 30 - 21 +9 21
2.    Skallagrímur 9 6 1 2 31 - 16 +15 19
3.    Smári 9 4 3 2 34 - 14 +20 15
4.    Léttir 9 4 2 3 29 - 21 +8 14
5.    Hörður Í. 9 3 2 4 27 - 13 +14 11
6.    KM 8 3 1 4 13 - 11 +2 10
7.    Uppsveitir 8 3 1 4 11 - 18 -7 10
8.    Reynir H 9 0 0 9 7 - 68 -61 0
5. deild karla - B-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KFR 8 6 1 1 22 - 12 +10 19
2.    BF 108 8 4 2 2 20 - 12 +8 14
3.    Spyrnir 9 4 2 3 27 - 23 +4 14
4.    RB 8 4 2 2 19 - 15 +4 14
5.    Úlfarnir 9 3 2 4 25 - 29 -4 11
6.    SR 9 2 3 4 26 - 30 -4 9
7.    Þorlákur 9 2 2 5 16 - 28 -12 8
8.    Stokkseyri 8 2 0 6 16 - 22 -6 6
Athugasemdir
banner