Í Innkastinu var talað um að sóknarmaðurinn Nikolaj Hansen væri með samningstilboð frá KA en samningur hans við Víking rennur út um áramótin.
Ekki er vitað hvort Hansen, sem er 32 ára, hafi einhvern áhuga á því að fara norður eftir tímabilið en hann er enn í stóru hlutverki hjá Víkingi og er með fjögur mörk í ellefu leikjum í Bestu deildinni í sumar og hefur verið sjö sinnum í byrjunarliðinu.
Leikmönnum á Íslandi er heimilt að semja við annað félag þegar sex mánuðir eru eftir af gildandi samningi þeirra.
Ekki er vitað hvort Hansen, sem er 32 ára, hafi einhvern áhuga á því að fara norður eftir tímabilið en hann er enn í stóru hlutverki hjá Víkingi og er með fjögur mörk í ellefu leikjum í Bestu deildinni í sumar og hefur verið sjö sinnum í byrjunarliðinu.
Leikmönnum á Íslandi er heimilt að semja við annað félag þegar sex mánuðir eru eftir af gildandi samningi þeirra.
Óvíst er í hvaða deild KA mun spila á næsta tímabili en liðið er í neðsta sæti í Bestu deildinni sem stendur.
KA hefur aðeins skorað fjórtán mörk í fimmtán leikjum í deildinni og ljóst að það þarf að bæta sóknarleik Akureyrarliðsins.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 14 | 9 | 3 | 2 | 26 - 14 | +12 | 30 |
2. Valur | 14 | 8 | 3 | 3 | 37 - 19 | +18 | 27 |
3. Breiðablik | 14 | 8 | 3 | 3 | 26 - 20 | +6 | 27 |
4. Fram | 14 | 7 | 1 | 6 | 22 - 18 | +4 | 22 |
5. Stjarnan | 15 | 6 | 3 | 6 | 25 - 26 | -1 | 21 |
6. Vestri | 14 | 6 | 1 | 7 | 13 - 13 | 0 | 19 |
7. FH | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 20 | +5 | 18 |
8. Afturelding | 14 | 5 | 3 | 6 | 17 - 19 | -2 | 18 |
9. ÍBV | 15 | 5 | 3 | 7 | 14 - 21 | -7 | 18 |
10. KR | 15 | 4 | 4 | 7 | 35 - 37 | -2 | 16 |
11. ÍA | 15 | 5 | 0 | 10 | 16 - 32 | -16 | 15 |
12. KA | 15 | 4 | 3 | 8 | 14 - 31 | -17 | 15 |
Athugasemdir