Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 08:59
Elvar Geir Magnússon
Henderson til Brentford (Staðfest)
Skrifaði undir tveggja ára samning
Mættur aftur í ensku úrvalsdeildina.
Mættur aftur í ensku úrvalsdeildina.
Mynd: Brentford
Brentford hefur tryggt sér enska miðjumanninn Jordan Henderson, fyrrum fyrirliða Liverpool. Hann er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina og skrifaði undir tveggja ára samning við Brentford.

Henderson er 34 ára og lék síðast fyrir Ajax. Hann var hjá Liverpool í tólf ár og vann ensku úrvalsdeildina, Meistaradeildina, FA-bikarinn, tvo deildabikara, Samfélagsskjöldinn, Ofurbikarinn og HM félagsliða með félaginu.

Í júlí 2023 hélt hann til Sádi-Arabíu og gekk í raðir Al-Ettifaq, sem hans fyrrum liðsfélagi Steven Gerrard stýrði á þeim tíma, en rifti samningi sínum sex mánuðum síðar og fór til Hollands.

Thomas Tuchel, nýr landsliðsþjálfari Englands, valdi Henderson í enska landsliðshópinn í mars en hann hafði ekki spilað fyrir þjóð sína síðan nóvember 2023. Hann er með 84 landsleiki.

Keith Andrews, stjóri Brentford, segir að þegar félagið hafi fengið að vita að Henderson væri falur þá hafi þetta verið auðveld ákvörðun.

„Hann er enn í frábæru formi og hefur mikinn metnað til að afreka eitthvað í íþróttinni. Við höfum verið að missa reynslumikla leikmenn og það var mikilvægt að bregðast við því," segir Andrews.


Athugasemdir
banner