Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - 16-liða úrslitin hefjast á Seltjarnarnesi
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það eru fjórir leikir á dagskrá í íslenska boltanum í kvöld þar sem fjörið hefst á Seltjarnarnesi, þegar Grótta mætir KFS í 16-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins.

Liðin eru þau fyrstu sem eigast við í 16-liða úrslitum þar sem hinir sjö leikirnir fara fram annað kvöld.

Þá eru tveir leikir á dagskrá í 2. deild kvenna og einn í 5. deild karla.

Í kvennaboltanum getur Fjölnir blandað sér í baráttuna um annað sætið með sigri á heimavelli gegn KÞ á meðan ÍR og Smári kljást í botnslag.

Að lokum eigast KFR og Stokkseyri við í Sunnlendingaslag í 5. deildinni. Rangæingar eru með fimm stiga forystu á toppi B-riðils sem stendur, á meðan Stokkseyringar verma botnsætið.

Þrettán stig skilja liðin að á sitthvorum enda töflunnar.

2. deild kvenna
19:00 Fjölnir-KÞ (Fjölnisvöllur)
19:15 ÍR-Smári (AutoCenter-völlurinn)

5. deild karla - B-riðill
20:00 KFR-Stokkseyri (SS-völlurinn)

Fótbolti.net bikarinn
18:00 Grótta-KFS (Vivaldivöllurinn)
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 10 10 0 0 45 - 7 +38 30
2.    ÍH 9 7 1 1 47 - 13 +34 22
3.    Völsungur 9 7 0 2 40 - 18 +22 21
4.    Fjölnir 8 5 2 1 19 - 11 +8 17
5.    Dalvík/Reynir 10 3 2 5 21 - 21 0 11
6.    Álftanes 9 3 1 5 22 - 25 -3 10
7.    Vestri 9 3 1 5 17 - 27 -10 10
8.    Sindri 10 2 3 5 15 - 22 -7 9
9.    KÞ 7 2 2 3 10 - 21 -11 8
10.    Einherji 9 2 2 5 15 - 28 -13 8
11.    ÍR 8 1 2 5 11 - 22 -11 5
12.    Smári 8 0 0 8 1 - 48 -47 0
5. deild karla - B-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KFR 8 6 1 1 22 - 12 +10 19
2.    BF 108 8 4 2 2 20 - 12 +8 14
3.    Spyrnir 9 4 2 3 27 - 23 +4 14
4.    RB 8 4 2 2 19 - 15 +4 14
5.    Úlfarnir 9 3 2 4 25 - 29 -4 11
6.    SR 9 2 3 4 26 - 30 -4 9
7.    Þorlákur 9 2 2 5 16 - 28 -12 8
8.    Stokkseyri 8 2 0 6 16 - 22 -6 6
Athugasemdir