Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 09:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Upphæðin sem Man Utd fær út af sölu Carreras
Alvaro Carreras.
Alvaro Carreras.
Mynd: EPA
Benfica seldi í gær vinstri bakvörðinn Alvaro Carreras til spænska stórveldisins Real Madrid.

Real Madrid borgar um 50 milljónir evra í heildina til að kaupa Carreras frá Benfica.

Carreras er 22 ára vinstri bakvörður frá Spáni sem getur einnig spilað á vinstri kanti og sem miðvörður. Hann er gríðarlega fjölhæfur og var í lykilhlutverki með Benfica á síðustu leiktíð.

Hann var í akademíu Manchester United áður en hann fór til Benfica, en fékk ekki tækifæri með aðalliðinu þar. Alls konar menn voru notaðir í vinstri bakverði hjá United á undan Carreras sem sá ekki möguleikann þar.

En United fær um 5 milljónir evra fyrir söluna á Carreras út af endursöluákvæði í samningi hans hjá Benfica. Fyrst var talað um að þessi upphæð væri í kringum 9 milljónir evra en samkvæmt Sky Sports er hún lægri en það.
Athugasemdir
banner
banner