Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 11:52
Ívan Guðjón Baldursson
Everton kaupir markvörð frá Bournemouth (Staðfest)
Mynd: EPA
Mark Travers ergenginn til liðs við Everton eftir að Bournemouth ákvað að kaupa inn nýjan markvörð í sumarglugganum.

Everton borgar um 5 milljónir punda fyrir Travers sem er 26 ára gamall og var aðalmarkvörður Bournemouth í eitt tímabil, þegar liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina fyrir þremur árum síðan. Hann á þó 82 keppnisleiki að baki fyrir félagið, auk fjögurra A-landsleikja fyrir írska landsliðið þar sem hann er varaskeifa fyrir Caoimhín Kelleher.

Bournemouth er að kaupa Djordje Petrovic frá Chelsea og hefur ekki þörf á kröftum Travers eftir endurkomu Neto úr láni frá Arsenal.

Travers verður varamarkvörður fyrir Jordan Pickford hjá Everton.


Athugasemdir
banner
banner