Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráð karla hjá Vestra, hefur alltaf sett markið hátt en uppgangur liðsins hefur verið magnaður. Síðasta laugardag var mikið fagnað á Ísafirði þegar Vestri vann Fram í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.
Úrslitaleikur á Laugardalsvelli bíður Vestra, leikur gegn Val þann 22. ágúst. Ef Vestri vinnur bikarinn mun liðið fá sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Úrslitaleikur á Laugardalsvelli bíður Vestra, leikur gegn Val þann 22. ágúst. Ef Vestri vinnur bikarinn mun liðið fá sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Gaman er að rifja upp viðtal við Samma sem var tekið 2023 þegar Vestri komst upp í Bestu deildina.
„Núna setjum við okkur ný markmið. Auðvitað er ég hátt uppi núna og fullur af sjálfstrausti. Maður er oft sleginn mikið niður, en við verðum að stefna hátt áfram. Fólkið sem ég vinn með, við viljum gera okkur gildandi. Það er mjög jákvætt ef við getum tryggt það að við spilum áfram í Bestu deildinni en verðum við ekki allavega að horfa í það að næsta skref er að koma Vestra í Evrópu? Það er bara þannig," sagði Sammi í október 2023.
„Eigum við ekki að segja að næsta markmið sé að koma Vestra í Evrópu? Að leyfa sér að dreyma stórt, það kostar ekki neitt."
Hann náði því markmiði að koma liðinu upp í deild þeirra bestu, halda liðinu þar og nú er hann bara einum leik frá því að koma liðinu í Evrópu.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 14 | 9 | 3 | 2 | 26 - 14 | +12 | 30 |
2. Valur | 14 | 8 | 3 | 3 | 37 - 19 | +18 | 27 |
3. Breiðablik | 14 | 8 | 3 | 3 | 26 - 20 | +6 | 27 |
4. Fram | 14 | 7 | 1 | 6 | 22 - 18 | +4 | 22 |
5. Stjarnan | 15 | 6 | 3 | 6 | 25 - 26 | -1 | 21 |
6. Vestri | 14 | 6 | 1 | 7 | 13 - 13 | 0 | 19 |
7. FH | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 20 | +5 | 18 |
8. Afturelding | 14 | 5 | 3 | 6 | 17 - 19 | -2 | 18 |
9. ÍBV | 15 | 5 | 3 | 7 | 14 - 21 | -7 | 18 |
10. KR | 15 | 4 | 4 | 7 | 35 - 37 | -2 | 16 |
11. ÍA | 15 | 5 | 0 | 10 | 16 - 32 | -16 | 15 |
12. KA | 15 | 4 | 3 | 8 | 14 - 31 | -17 | 15 |
Athugasemdir