Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa lánar bakvörð aftur til Leipzig (Staðfest)
Mynd: EPA
Serbneski bakvörðurinn Kosta Nedeljkovic, sem er 19 ára gamall, hefur verið lánaður aftur til RB Leipzig.

Þessi efnilegi leikmaður fór til Leipzig á láni síðastliðinn vetur og stóð sig vel í þýska boltanum. Tækifærin hjá Aston Villa eru af skornum skammti þar sem Matty Cash og Andrés García eru ofar í goggunarröðinni.

Hjá Leipzig er Nedeljkovic í baráttu við ýmsa leikmenn um sæti í byrjunarliðinu en hægri bakvarðarstaðan hefur verið til vandræða. Miðvörðurinn Lukas Klostermann og miðjumaðurinn Nicolas Seiwald hafa meðal annars leyst stöðuna af hólmi síðustu mánuði.

Nedeljkovic var keyptur til Aston Villa í fyrrasumar fyrir um 8 milljónir evra og er með fjögur ár eftir af samningi sínum við félagið.


Athugasemdir
banner
banner