Stórveldin Napoli og Galatasaray eru áfram í viðræðum um nígeríska framherjann Victor Osimhen.
Tyrklandsmeistararnir eru að gera sitt besta til að kaupa leikmanninn en Ítalíumeistararnir eru ekki tilbúnir til að lækka verðmiðann. Þeir heimta 75 milljónir evra og vilja að upphæðin dreifist á milli núverandi sumars og næsta sumars. Þá vilja Ítalirnir einnig halda prósentuhlutfalli af endursöluvirði leikmannsins.
Galatasaray vill fá meiri tíma til að borga fyrir leikmanninn, eða eitt auka ár, auk þess að vera ekki hrifið af hugmyndum um endursöluákvæði.
Þetta þýðir að viðræður á milli félaganna halda áfram. Sádi-arabíska deildin fylgist grannt með þar sem Osimhen gæti valið að elta peningana þangað ef Galatasaray tekst ekki að semja við Napoli.
Athugasemdir