Það fara tólf leikir fram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag og í kvöld þar sem Breiðablik tekur á móti albönsku meisturunum í Egnatia.
Blikar mæta inn í leikinn einu marki undir eftir tap í fyrri leik liðanna erlendis. Þar hafði Egnatia betur og verðskuldaði sigurinn þó að sigurmarkið hafi komið grátlega seint.
Blikar ætla sér sigur gegn Albönunum sem duttu úr leik í forkeppni Sambandsdeildarinnar gegn Víkingi R. í fyrra.
Víkingur tapaði þar heimaleiknum 0-1 en sigraði svo útileikinn í Albaníu 0-2.
Vikingur frá Færeyjum mætir einnig til leiks í dag á útivelli gegn Lincoln Red Imps frá Gíbraltar, en fyrri leik liðanna lauk með sigri Lincoln í Færeyjum.
Íslendingalið Malmö á þá auðveldan heimaleik gegn Iberia frá Georgíu á meðan Guðmundur Þórarinsson og félagar í FC Noah heimsækja Buducnost til Podgorica.
Leikir dagsins
15:00 Kairat - Olimpija (1-1)
15:30 Lincoln - Vikingur (3-2)
17:00 Hamrun Spartans - Zalgiris (0-2)
17:00 Malmo - Iberia 1999 (3-1)
17:00 Milsami - KuPS (0-1)
17:00 Rigas FS - Levadia (1-0)
18:00 Differdange - Drita FC (0-1)
18:00 Shkendija - TNS (0-0)
18:30 Inter Escaldes - Steaua Bucharest (1-3)
19:00 Buducnost - Noah (0-1)
19:00 Zrinjski - Virtus (2-0)
19:00 Breiðablik - Egnatia (0-1)
Athugasemdir