banner
   mið 17. júlí 2019 14:30
Arnar Daði Arnarsson
Lið 10. umferðar - Einn nýliði og margar sem gerðu tilkall
Fanndís Friðriksdóttir er í liði umferðarinnar.
Fanndís Friðriksdóttir er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Anasi er í liði umferðarinnar.
Anasi er í liði umferðarinnar.
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
10. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna lauk í gær með tveimur leikjum. Umferðin hófst á mánudagskvöldið með þremur leikjum.

Stórleikur umferðarinnar fór fram á Akureyri þar sem Valsstelpur komu norður og hirtu öll stigin sem í boði voru með 3-0 sigri á Þór/KA.


Fanndís Friðriksdóttir var frábær í liði Vals í leiknum og skoraði til að mynda glæsilegt mark. Þá var Hlín Eiríksdóttir einnig virkilega öflug á miðjunni hjá Val.

Sóknarmaðurinn, Hólmfríður Magnúsdóttir hefur gerbreytt sóknarleik Selfyssinga eftir að hún kom til liðsins í byrjun móts og hún skoraði tvívegis í 3-0 sigri liðsins á Stjörnunni. Kelsey Wys heldur áfram að halda markinu hreinu og fyrirliðinn, Anna María Friðgeirsdóttir stóð vaktina vel í vörninni.

Keflavík vann nýliðaslaginn á heimavelli þegar Fylkir kom í heimsókn 2-0. Natasha Anasi heldur uppteknum hætti í liði Keflavíkur og er í liði umferðarinnar ásamt Sveindísi Jane Jónsdóttur.

Ingunn Haraldsdóttir er fulltrúi KR í liði umferðarinnar. KR vann HK/Víking í fallbaráttuslag 3-2 á heimavelli. Betsy Hassett, Gloria Douglas og fleiri leikmenn KR gerðu tilkall í lið umferðarinnar. Það var hinvegar erfitt að horfa framhjá leikmönnum Breiðabliks að þessu sinni sem unnu ótrúlegan 9-2 sigur á ÍBV.

Alexandra Jóhannsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru fulltrúar Breiðabliks í liði umferðarinnar og ennþá fleiri leikmenn gerðu tilkall. Þorsteinn Halldórsson er þjálfari umferðarinnar.

Sjá einnig:
Lið 9. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner