Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fim 17. ágúst 2023 16:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Gunnar Heiðar umturnað gengi Njarðvíkur - „Er mikill maður á mann þjálfari"
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik hjá Njarðvík í sumar.
Úr leik hjá Njarðvík í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Gunnar Heiðar tók við Njarðvík fyrir mánuði síðan.
Gunnar Heiðar tók við Njarðvík fyrir mánuði síðan.
Mynd: Njarðvík
Sóknarmaðurinn Rafael Victor hefur verið að blómstra undir stjórn fyrrum landsliðsframherjans.
Sóknarmaðurinn Rafael Victor hefur verið að blómstra undir stjórn fyrrum landsliðsframherjans.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ibra Camara hefur komið sterkur inn.
Ibra Camara hefur komið sterkur inn.
Mynd: Njarðvík
Njarðvík og Afturelding eigast við næsta sunnudag.
Njarðvík og Afturelding eigast við næsta sunnudag.
Mynd: Raggi Óla
Gunnar Heiðar hefur farið ansi vel af stað með Njarðvík.
Gunnar Heiðar hefur farið ansi vel af stað með Njarðvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík komst í gærkvöldi í fyrsta sinn upp úr fallsæti í Lengjudeild karla síðan í níundu umferð deildarinnar. Njarðvíkingar höfðu aðeins unnið einn leik áður en Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ráðinn þjálfari liðsins fyrir mánuði síðan.

Eyjamaðurinn hefur gert ansi vel til að byrja með í nýju starfi. Hann byrjaði á tapleik gegn Gróttu en síðan þá hefur Njarðvík unnið fjóra leiki í röð.

Njarðvík vann 3-2 sigur á Selfossi í dag. „Ég myndi segja að þetta hafi verið leikur tveggja hálfleika," sagði Gunnar Heiðar þegar Fótbolti.net heyrði í honum í dag.

Njarðvík komst í 3-0 en missti það niður í 3-2. Þeir náðu þó að landa góðum sigri og koma sér af fallsvæðiu.

„Við gerðum mjög vel í fyrri hálfleik, það sem við lögðum upp með fyrir leikinn. Við spiluðum Njarðvíkurboltann eins og við viljum hafa þetta í hverjum einasta leik. Ég held að þetta sé svona með lið sem eru ekki búin að vinna marga leiki á tímabilinu - auðvitað er komið sjálfstraust í okkur núna - en þegar þú ert kominn með svona góða forystu "of snemma" þá eiga leikmenn það til að skipta niður um einn gír, halda að þetta sé komið. Menn eru stundum að taka einni snertingu of mikið, ekki að koma með sendinguna fyrir eða eitthvað svoleiðis. Það verður til þess að hitt liðið sér möguleika."

„Við gefum hinu liðinu sjálfstraust í staðinn fyrir að halda áfram að hamra járnið á meðan það er heitt. Við höfum lent í þessu í tveimur leikjum og þetta er eitthvað sem við verðum að læra af. Við erum að ræða um þetta og erum að skoða hvað við getum gert betur á þessum tímapunkti í leikjum."

„Við sýnum þó gríðarlegan karakter í báðum þessum leikjum að standast þessar sóknir á okkur og ná í þrjú stig, sem er mikilvægast í fótboltanum. Selfoss komu af krafti út í seinni hálfleikinn og ná marki á 60. mínútu. Það gefur þeim blóð á tennurnar. Við þurfum að standa betur á móti því þegar það gerist. Við eigum eftir að læra margt á leiðinni. Það er margt nýtt fyrir strákanna að vera í alvöru baráttu og að vinna leiki á fullu. Þetta er partur af vegferðinni okkar," segir þjálfarinn.

Leikmennirnir ótrúlega jákvæðir
Það hefur verið gaman að fylgjast með upprisunni hjá Njarðvík eftir erfiðan fyrri hluta tímabilsins þar sem liðinu tókst bara að vinna einn leik. Njarðvík hefur núna unnið fimm leiki í sumar, fjóra í röð. Hver er uppskriftin af þessum góða árangri?

„Coca Cola gefur ekki upp uppskriftina af Coca Cola," sagði Gunnar Heiður léttur. „Nei, auðvitað er maður að reyna að setja sín fingraför á þetta og það hefur gengið vel. Ég vil hrósa leikmönnunum hvað þeir eru búnir að vera ótrúlega jákvæðir fyrir þessum breytingum og þessari hugmyndafræði sem ég er að koma með inn í liðið. Þeir eru farnir að sjá það sjálfir að þetta virkar mjög vel fyrir þá. Við erum á vegferð."

„Ég er að kynnast strákunum betur og þeir eru að átta sig á því hvað ég vil fá frá þeim. Ég vil að mínir leikmenn spili með sjálfstrausti og ég vil að þeir viti hvað þeir eiga að gera inn á vellinum. Og ef þeir gera það, þá veit ég að það er helvíti líklegt að við vinnum leiki."

En bjóst Gunnar við því að það myndi ganga svona vel?

„Já, ég gerði það. Þegar ég fékk símtalið frá Rabba þá tók ég nokkur símtöl og kannaði hvernig liðið væri, hvernig félagið væri og fleira. Það var ekkert nema jákvæðni í kringum það fannst mér. Svo þegar ég sá hvernig leikmenn voru í þessu liði þá vissi ég að ég væri með gott lið og góðan hóp. Við höfum sýnt það að við erum með hörkulið."

„Með öll þau lið sem ég hef þjálfað, þá kem ég inn með hugmyndafræði um það hvernig ég vil spila fótbolta, hvernig við högum æfingum og í hvaða átt við erum að fara. Maður setur æfingarnar og leikina þannig upp að þetta fari í þá átt sem ég vil að þetta fari í. Ég er mikill maður á mann þjálfari og ég er mikið að spjalla við leikmennina mína, ég nálgast það þannig að þeir skilji hvað ég vil fá frá þeim og ég hjálpa þeim ef ég sé einhverja hluti sem ég vil laga. Þá kemur virðing á milli leikmanns og þjálfara. Þeir sjá hvernig gaur ég er. Ég vil vinna leiki, þess vegna er ég í þessu. Ég reyni að fá upp trú á því að við getum unnið hvaða lið sem er ef við erum í þessu allir saman, ef við róum í sömu átt."

Skorað átta mörk í fimm leikjum
Portúgalski sóknarmaðurinn Rafael Victor var sóttur í Njarðvík fyrir tímabilið. Það voru gerðar miklar væntingar til hans, en hann byrjaði ekki vel. Það var umræða fyrr á tímabilinu að hann væri á förum. Victor skoraði tvö í sigrinum á Selfoss í gær og er núna búinn að skora ellefu mörk í 15 leikjum í Lengjudeildinni. Hann er búinn að gera átta mörk í fimm leikjum undir stjórn Gunnars Heiðars.

„Ég held að það hafi margir leikmenn átt mikið inni. Eins og með Rafa, þá er búið að vera hrikalega gaman að vinna með honum," segir Gunnar Heiðar, sem var sjálfur sóknarmaður á sínum ferli og spilaði lengi erlendis, og í landsliðinu.

„Ég er gamall senter og í fótboltanum sem ég vil spila, þá hentar það mjög vel fyrir sóknarmenn sem koma sér í þessi svæði sem þeir eiga að vera í á vissum tímapunktum. Það er bara þeirra að nýta færin eða ekki. Ég hef hjálpað honum á æfingum og talað mikið við hann, þannig að honum líði vel. Hann hefur gert nákvæmlega það sem ég hef beðið hann um. Það er búið að vera geggjað að vinna með honum og öllum strákunum í liðinu. Við erum mjög samstilltir og við erum helvíti góðir þegar við erum allir að róa í sömu átt."

„Ég pæli mikið í sóknarmönnunum mínum. Ég hef spilað þennan leik nokkrum sinnum áður, og á háu stigi. Það hefur verið til þess að ég hef hjálpað þeim ef ég sé einhver lítil smáatriði sem hægt er að laga. Það hefur hjálpað þeim. Oumar (Diouck) og Rafa hafa spilað frammi, þeir eru að skora mörk og eru mjög hættulegir. Þeir ná vel saman. Það er gaman fyrir mig, gamlan sóknarmann, að fylgjast með þeim inn á vellinum. Það er ekkert skemmtilegra en að skora mörk og vinna leiki."

Annar leikmaður sem hefur komið mjög sterkur inn er miðjumaðurinn Ibra Camara, sem kom til Njarðvíkur í félagaskiptaglugganum í sumar.

„Hann er búinn að vera frábær. Hann hentar mjög vel inn í þær fótboltahugmyndir sem ég hef. Hann er að spila á miðjunni og er ekta leikmaður sem ég vil hafa í þessari stöðu. Hann hefur komið ótrúlega vel inn, er öruggur á boltann og kann leikinn vel. Það er erfitt að ná boltanum af honum. Þetta er ekta miðjumaður sem ég vil hafa í mínu liði," segir Gunnar Heiðar.

Ótrúleg deild
Lengjudeildin er virkilega skemmtileg og spennandi. Allt í einu er Njarðvík ekki svo langt frá fimmta sætinu sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í Bestu deildinni. Liðið er þó einnig bara tveimur stigum frá fallsvæðinu.

„Við megum ekki fram fram úr okkur. Þessi deild er mjög skemmtileg. Það er skemmtilegt þegar vel gengur en ef þú tapar tveimur eða þremur í röð þá ertu kominn niður í neðri hlutann og það er gríðarlega barátta. Ef þú vinnur tvo eða þrjá leiki eru kominn mun hærra. Þetta er ótrúleg deild og gaman að fylgjast með þessu. En þetta er kannski ekki alveg fyrir hjartveika þjálfara eða stjórnarmenn sem eru í kringum þetta," sagði Gunnar léttur.

„Svona er fótbolti, þess vegna elskum við þessa íþrótt."

Markmiðið er einfalt hjá Njarðvíkingum.

„Það er bara að vinna næsta leik, við erum bara að hugsa það. Við eigum topplið Aftureldingar í heimaleik á sunnudaginn. Það er þriðji leikurinn í átta daga törn hjá okkur. Það er mikil tilhlökkun fyrir þeim leik. Við komum inn með sjálfstraust og við erum mjög góðir á heimavelli."

„Það er gaman að fylgjast með þessari deild. Við erum á góðu róli en við erum langt frá því að vera öruggir frá falli, eða saddir. Við erum að fara í næsta leik á sunnudaginn til að vinna hann. Svo er það næsti leikur eftir það. Við tökum einn leik í einu, þessi gamla klisja. Við erum í góðum gír, það er mikið sjálfstraust og það er erfitt að mæta okkur. Það er mikil tilhlökkun fyrir sunnudeginum þar sem við tökum á móti Magga og lærisveinum hans," sagði Gunnar Heiðar að lokum.

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í Lengjudeildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner