Franski miðjumaðurinn Lesley Ugochukwu var í byrjunarliði Chelsea í markalausa jafnteflinu gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann er 37. leikmaðurinn til að byrja deildarleik fyrir Chelsea á þessu ári.
Ugochukwu var keyptur til Chelsea frá Rennes í sumar en hann lék sinn fyrsta leik í fyrstu umferðinni gegn Liverpool er hann kom inn á sem varamaður.
Hann byrjaði svo sinn fyrsta deildarleik í markalausa jafnteflinu gegn Bournemouth í dag.
Frakkinn er því 37. leikmaðurinn til að byrja deildarleik fyrir félagið á þessu ári.
Það er í raun sláandi tölfræði en vissulega hefur Chelsea keypt marga leikmann inn í félagið á árinu.
Chelsea hefur aðeins unnið einn leik í deildinni á tímabilinu en það var gegn Luton í lok ágúst. Liðið er með aðeins fimm stig eftir fimm leiki.
Staggering stat from Opta, Lesley Ugochukwu is the 37th player to start a league match for Chelsea in 2023.
— Nizaar Kinsella (@NizaarKinsella) September 17, 2023
Athugasemdir