Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 17. desember 2019 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Natasha Anasi komin með íslenskan ríkisborgararétt
Kvenaboltinn
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
Natasha Moraa Anasi er komin með íslenska ríkisborgararétt eftir að hafa spilað fótbolta hér á landi síðustu fimm ár.

Hún var hjá ÍBV í þrjú ár og skipti svo yfir til Keflavíkur. Í dag er hún fyrirliði Keflvíkinga sem féllu úr Pepsi-Max deild kvenna í haust.

Natasha var kosin besti leikmaður Keflavíkur í haust og ætlar að halda áfram með liðinu í Inkasso-deildinni.

Natasha er 28 ára varnarmaður sem fæddist í Bandaríkjunum og skoraði hún 13 mörk í 18 leikjum í Inkasso-deildinni í fyrra. Hún gerði 6 mörk í 17 leikjum í Pepsi-Max deildinni í ár.
Athugasemdir
banner