Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Norrköping að ráða Magna Fannberg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sportsbladet greinir frá því að sænska félagið IFK Norrköping sé að ráða Magna Fannberg til starfa hjá sér eftir að hann yfirgaf IK Start fyrr í vetur vegna vandræða innan félagsins.

Magni hefur verið án starfs í rúmlega tvo mánuði en hann er 44 ára gamall og hefur starfað fyrir Brommapojkarna, Brann og AIK á undanförnum árum.

Hann var yfirmaður fótboltamála hjá Start eftir að hafa verið yfirmaður þróunarmála hjá AIK, yfirþjálfari akademíunnar hjá Brann og aðalþjálfari Brommapojkarna.

Magni var aðstoðarþjálfari hjá HK, HK/Víkingi og Grindavík í íslenska boltanum áður en hann tók við stöðu aðalþjálfara hjá Grindavík árið 2006 og KF 2007.

Það er óljóst hvaða starfi hann mun gegna hjá Norrköping en líklegast er að hann muni starfa náið með Tony Martinsson, yfirmanni fótboltamála.
Athugasemdir
banner
banner