Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fös 18. apríl 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Sanches líklega áfram hjá Benfica
Mynd: Benfica
Portúgalska félagið Benfica mun gera tilraun til þess að kaupa Renato Sanches frá Paris Saint-Germain í sumar en þetta kemur fram í portúgalska miðlinum Record.

Sanches, sem er 27 ára gamall, fór aftur heim til uppeldisfélagsins á síðasta ári á láni.

Miðjumaðurinn hefur spilað fáar mínútur í þeim 17 leikjum sem hann hefur tekið þátt í og þá helsta vegna vöðvameiðsla.

Engu að síður vill Benfica halda honum áfram. Sanches er með 10 milljóna evra kaupákvæði í samningnum, en Benfica er að vonast til að fá hann fyrir lægri upphæð.

Ef samkomulag næst ekki um kaupverð mun Benfica reyna að halda honum áfram á láni.

Sanches var valinn efnilegasti leikmaður Evrópumótsins árið 2016 og þá talinn sá efnilegasti í heiminum, en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn á ferli hans.

Hann hefur aðeins spilað tæpa 300 leiki á ferlinum og komið að 38 mörkum.
Athugasemdir
banner
banner