Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   lau 18. maí 2024 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
De Zerbi tekur ekki við Bayern
Mynd: EPA
Max Eberl, yfirmaður íþróttamála hjá FC Bayern, hefur útilokað að félagið muni ráða Roberto De Zerbi sem nýjan þjálfara.

Eberl svaraði spurningum eftir tap FC Bayern í lokaleik þýska deildartímabilsins í dag og staðfesti þar að De Zerbi verður ekki ráðinn sem næsti þjálfari liðsins.

Bayern var í viðræðum við De Zerbi í mars og apríl en Ítalinn fær ekki starfið. De Zerbi náði samkomulagi við stjórn Brighton á dögunum um að enda samning sinn við félagið og er því frjáls ferða sinna í sumar.

De Zerbi hefur verið orðaður við þjálfarastörfin hjá Napoli, AC Milan og Juventus í heimalandinu en Barcelona hefur einnig verið nefnt til sögunnar, þó ólíklegt sé að Xavi verði rekinn.

Á þessum tímapunkti er Hansi Flick talinn líklegastur til að taka við Bayern en Erik ten Hag, Sebastian Höness, José Mourinho og Rúben Amorim eru meðal þeirra sem hafa einnig verið nefndir til sögunnar.
Athugasemdir
banner
banner