Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   lau 18. maí 2024 09:15
Elvar Geir Magnússon
„Ég ætla ekki að ljúga“ - Adam viðurkennir að þetta átti að vera sending
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ægir Pálsson skoraði þriðja mark Vals í 3-1 sigri gegn Aftureldingu í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær.

„Var hann að meina þetta!? Valur fær innkast ofarlega á vallarhelming Aftureldingar. Adam kastar boltanum á Birki sem setur hann til baka á Adam. Hann snýr sér svo og virðist ætla að setja boltann fyrir en boltinn tekur svaka sveiflu í loftinu og endar í samskeytunum í fjærhorninu," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net í textalýsingu frá leiknum.

Haraldur spurði Adam svo eftir leik hvort hann hafi ætlað að skjóta?

„Já já, ætli það ekki. Nei ég veit það ekki, þetta endaði inni allavega. Ég ætla ekki að ljúga, ég viðurkenni þetta var kross, en flott mark samt," sagði Adam en hér að neðan má sjá markið.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur


Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Athugasemdir
banner
banner