Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hollenska þjálfarans Erik ten Hag sem á aðeins eftir að stýra Manchester United í tveimur síðustu leikjum tímabilsins áður en framtíð hans ræðst.
Ten Hag vill halda áfram hjá Man Utd þrátt fyrir mikið mótlæti og heldur því fram að liðið sé á betri stað í dag heldur en á sama tíma í fyrra, þegar Rauðu djöflarnir enduðu í þriðja sæti deildarinnar.
Eins og staðan er í dag situr Man Utd í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar og þarf mikla heppni til að ná sjöunda sætinu, síðasta Evrópusætinu, af Newcastle United. Man Utd hefur ekki endað neðar en í 7. sæti síðan tímabilið 1989-90.
Man Utd getur þó tryggt sér Evrópusæti með sigri gegn nágrönnum sínum í Manchester City þegar liðin mætast í úrslitaleik enska bikarsins.
„Ef maður skoðar úrslitin þá gekk okkur betur í fyrra, en við vitum öll ástæðurnar fyrir slæmu gengi á núverandi leiktíð. Ég myndi segja að liðið sé á betri stað í dag heldur en fyrir ári síðan, við erum með fleiri gæðaleikmenn í hópnum heldur en við vorum með," sagði Ten Hag, og átti þá við leikmenn á borð við Kobbie Mainoo, Rasmus Höjlund og Alejandro Garnacho sem eru að þróast í gæðaleikmenn.
„Man Utd er ennþá mjög aðlaðandi staður fyrir leikmenn að koma til og við erum með frábæra unga leikmenn í hópnum. Við erum að byggja upp sterkt lið sem getur verið samkeppnishæft á hæsta gæðastigi."
Ten Hag vonast til að afreka merka hluti með Man Utd á næstu leiktíð ef hann heldur starfinu sínu í sumar.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 10 | 8 | 1 | 1 | 18 | 3 | +15 | 25 |
| 2 | Man City | 10 | 6 | 1 | 3 | 20 | 8 | +12 | 19 |
| 3 | Liverpool | 10 | 6 | 0 | 4 | 18 | 14 | +4 | 18 |
| 4 | Bournemouth | 10 | 5 | 3 | 2 | 17 | 14 | +3 | 18 |
| 5 | Tottenham | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 | 8 | +9 | 17 |
| 6 | Chelsea | 10 | 5 | 2 | 3 | 18 | 11 | +7 | 17 |
| 7 | Sunderland | 9 | 5 | 2 | 2 | 11 | 7 | +4 | 17 |
| 8 | Man Utd | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 | 16 | +1 | 17 |
| 9 | Crystal Palace | 10 | 4 | 4 | 2 | 14 | 9 | +5 | 16 |
| 10 | Brighton | 10 | 4 | 3 | 3 | 17 | 15 | +2 | 15 |
| 11 | Aston Villa | 10 | 4 | 3 | 3 | 9 | 10 | -1 | 15 |
| 12 | Brentford | 10 | 4 | 1 | 5 | 14 | 16 | -2 | 13 |
| 13 | Newcastle | 10 | 3 | 3 | 4 | 10 | 11 | -1 | 12 |
| 14 | Fulham | 10 | 3 | 2 | 5 | 12 | 14 | -2 | 11 |
| 15 | Everton | 9 | 3 | 2 | 4 | 9 | 12 | -3 | 11 |
| 16 | Leeds | 10 | 3 | 2 | 5 | 9 | 17 | -8 | 11 |
| 17 | Burnley | 10 | 3 | 1 | 6 | 12 | 19 | -7 | 10 |
| 18 | West Ham | 10 | 2 | 1 | 7 | 10 | 21 | -11 | 7 |
| 19 | Nott. Forest | 10 | 1 | 3 | 6 | 7 | 19 | -12 | 6 |
| 20 | Wolves | 10 | 0 | 2 | 8 | 7 | 22 | -15 | 2 |
Athugasemdir


