Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 18. júní 2024 14:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þetta verða andstæðingar íslensku liðanna í Sambandsdeildinni
Breiðablik mætir makedónska liðinu Tikves.
Breiðablik mætir makedónska liðinu Tikves.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur mætir albanska liðinu Vllaznia.
Valur mætir albanska liðinu Vllaznia.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í 1. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í dag. Drátturinn fór fram í Nyon í Sviss og voru Valur, Stjarnan og Breiðablik í pottinum.

Valur mætir albanska liðinu KF Vllaznia og fer fyrri leikurinn fram á N1 vellinum.

Stjarnan mætir Linfield frá Norður-Írlandi og fer fyrri leikur liðanna fram á Samsungvellinum.

Breiðablik, sem var eina íslenska liðið sem var 'seeded'* í drættinum, fær GFK Tikves frá Norður-Makedóníu. Seinni leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli.

Leikdagarnir í Sambandsdeildinni verða 11. og 18. júlí.

Stjarnan fékk næst sterkasta liðið sem liðið gat fengið út frá fyrri árangri liðanna í Evrópu. Vllaznia var þægilegasti andstæðingurinn út frá þeim útreikningi og Tikves var næst lakasta liðið af þeim sem Breiðablik gat mætt.

*Hvort að lið séu seeded eða unseeded fer eftir fyrri árangri liðanna í Evrópukeppnum, 'seeded' lið gátu ekki dregist gegn öðrum liðum sem voru 'seeded'.
Athugasemdir
banner
banner
banner