Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 18. september 2019 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Marga vantar í leikinn í París
Neymar og Icardi. Neymar er í banni, Icardi byrjar.
Neymar og Icardi. Neymar er í banni, Icardi byrjar.
Mynd: Getty Images
Keylor Navas í búningi Real Madrid. Hann spilar á móti Real í kvöld.
Keylor Navas í búningi Real Madrid. Hann spilar á móti Real í kvöld.
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne byrjar hjá Manchester City.
Kevin de Bruyne byrjar hjá Manchester City.
Mynd: Getty Images
Klukkan 19:00 hefjast sex leikir í Meistaradeild Evrópu. Það er búið að opinbera byrjunarliðin fyrir leikina sex.

Stærsti leikur kvöldsins er í París þar sem heimamenn í Paris Saint-Germain taka á móti Real Madrid. PSG er án Neymar, Mbappe og Cavani í leiknum. Neymar er í banni og eru Cavani og Mbappe að glíma við meiðsli.

Mauro Icardi kemur inn í byrjunarlið PSG og eru Angel Di Maria og Pablo Sarabia við hlið hans í framlínunni.

Keylor Navas er í marki PSG gegn sínum gömlu félögum.

Hjá Real Madrid byrja Gareth Bale, Eden Hazard og James Rodriguez meðal annars. Karim Benzema er fyrirliði. Marcelo, Luka Modric, Isco, Marco Asensio og Sergio Ramos eru á meiðslalistanum hjá Madrídarfélaginu.

Byrjunarlið PSG: Navas; Meunier, Thiago Silva, Kimpempe, Bernat; Gueye, Verratti, Marquinhos; Di Maria, Icardi, Sarabia.

Byrjunarlið Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militao, Varane, Mendy; Casemiro, Kroos, James; Bale, Benzema, Hazard.

Í sama riðli mætast Club Brugge og Galatasaray, en sá leikur hófst klukkan 16:55.

Fjórar breytingar hjá Guardiola
Manchester City er í Úkraínu þar sem liðið mætir Shakhtar Donetsk. Frá tapinu gegn Norwich gerir Pep Guardiola fjórar breytingar. Fernandinho kemur inn í miðvarðarstöðuna og koma Kevin de Bruyne, Riyad Mahrez og Gabriel Jesus einnig inn í byrjunarliðinu.

John Stones er meiddur, en Aguero, Bernardo Silva og David Silva eru á bekknum.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Otamendi, Fernandinho (C), Zinchenko, Gundogan, Rodrigo, De Bruyne, Mahrez, Sterling, Jesus.

Byrjunarlið Shakhtar: Pyatov, Kryvtsov, Stepanenko, Taison, Moraes, Marlos, Solomon, Patrick, Matviienko, Ismaily, Bolbat.

Man City og Shakhtar eru Í C-riðli, en þar eru einnig Atalanta og Dinamo Zagreb. Þau lið mætast í Króatíu í kvöld.

Byrjunarlið Dinamo: Livakovic, Stojanović, Théophile-Catherine, Perić, Leovac, Dilaver, Ademi, Moro, Oršić,
Petković, Dani Olmo.

Byrjunarlið Atalanta: Gollini, Tolói, Djimsiti, Masiello, Gosens, Freuler, De Roon, Hateboer, Iličić, Zapata, Gómez.

Juventus heimsækir Atletico
Það er athyglisverður leikur í Madríd þar sem Juventus er í heimsókn. Krafan hjá Juventus er að fara alla leið í keppninni í ár.

Byrjunarlið Atletico:

Byrjunarlið Juventus:

Í riðli Juventus og Atletico, mætast einnig Bayer Leverkusen og Lokomotiv Moskva.
Byrjunarlið Bayer:

Byrjunarlið Lokomotiv:

Þá hefst einnig leikur Bayern München og Rauðu stjörnunnar frá Serbíu klukkan 19:00.
Byrjunarlið Bayern og Rauðu stjörnunnar:

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner