lau 18. september 2021 10:30
Aksentije Milisic
Rice efstur á óskalista Man Utd - Sterling til Barca?
Powerade
Rice orðaður við Man Utd.
Rice orðaður við Man Utd.
Mynd: EPA
Á leið til Barca?
Á leið til Barca?
Mynd: Getty Images
Pogba gæti farið aftur til Juventus.
Pogba gæti farið aftur til Juventus.
Mynd: Getty Images
Rudiger.
Rudiger.
Mynd: Getty Images
Í slúðurpakka dagsins koma Rice, Sterling, Pogba, Messi, Rudiger, Lacazette og fleiri við sögu. BBC tók saman.
_______________________________

Manchester United hefur sett Declan Rice efstan á óskalista sinn yfir leikmannakaup næsta sumar. Þessi 22 ára gamli miðjumaður hefur áhuga á að fara til United en hann var ekki ánægður með að Hamrarnir settu 100 milljóna punda verðmiða á hann. (Independent)

Barcelona mun reyna að fá Raheem Sterling (26) leikmann Manchester City, á láni í janúar glugganum. Sterling hefur ekki verið fastamaður í liði City að undanförnu. Barcelona reyndi að fá leikmanninn síðasta sumar en það gekk ekki eftir. (Sport)

Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, segir að þessi 28 ára gamli leikmaður muni mögulega fara aftur til Juventus þegar samningur hans við Man Utd rennur út næsta sumar. (Dello Sport)

Gonzalo Higuain, leikmaður Inter Miami í MLS deildinni, segir að félagið hafi metnað fyrir því að sækja Lionel Messi til liðsins, eftir að samningur þessa 33 ára gamla Argentínumanns, rennur út árið 2023. (ESPN)

Brasilíski framherjinn Kayky, hefur byrjað að æfa með aðalliði Manchester City en félagið fékk þennan 18 ára gamla leikmann til liðsins frá Fluminese. (Manchester Evening News)

Tottenham gæti reynt aftur að fá Antonio Rudiger (28), leikmann Chelsea, nái hann ekki samkomulagi við Chelsea um nýjan samning. (Express)

Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, segir að það séu ýmsar ástæður þess afhverju Antonio Rudiger ætti að yfirgefa liðið, en segir að sögusagnirnar trufli hann ekki. (Mail)

Tuchel segir að Chelsea talað við umboðsmann Harry Kane (28) í sumar. Hann segir þá að hann hafi búist við því að leikmaðurinn færi til Manchester City. (Guardian)

Callum Hudson-Odoi, 20 ára leikmaður Chelsea, íhugar þann kost að byrja spila fyrir landslið Ghana. (Mail)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að Frakkinn Alexandre Lacazette, muni spila stóra rullu fyrir Arsenal á þessu tímabili. Samningur þessa 30 ára gamla leikmanns rennur út næsta sumar. (Metro)

Luis Van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins, mun ekki velja Donny van de Beek (24) í landsliðshóp sinn í október vegna lítils spiltíma hjá Manchester United. (Manchester Evening News)

Náin vinur Georginio Wijnaldum (30) segir að skipti hans til PSG hafi verið mistök og leikmanninum finnist hann vera út undan hjá félaginu. (L'Equipe)

Sean Dyche, stjóri Burnley, vonast eftir því að nokkrir leikmenn liðsins framlengi samninga sína við félagið, eftir að í ljós kom að hann verði áfram stjóri liðsins. (Times)

Hinn 29 ára gamli Sergi Roberto mun skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Barcelona. (Marca)

Juventus hefur áhuga á framherja Real Madrid, Luka Jovic (23) en ítölsku risarnir vilja fá leikmanninn á láni. Real Madrid vill fremur selja hann. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner