Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. september 2021 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Víkingur vill kaupa Karl - Verður rætt eftir tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Karl Friðleifur Gunnarsson er í mjög svo athyglisverðri stöðu nú þegar tveir leikir eru eftir af Íslandsmótinu. Kalli, eins og hann er oftast kallaður, er samningsbundinn Breiðabliki og er á láni hjá Víkingi.

Víkingur er í 2. sæti tveimur stigum á eftir Breiðablik.

Kalli virðist spenntur fyrir því að ganga alfarið til liðs við Víking en hann talar um í viðtali við Fótbolta.net að það hafi verið viðræður í sumar en félögin ekki komist að samkomulagi.

Hefur komið til tals að þú skiptir alfarið yfir í Víking frá Breiðabliki? „Já, viðræður fóru í gang um mitt sumar, annað hvort í júní eða júlí. Þá töluðum við Arnar saman um að færa mig alveg yfir og mér leist mjög vel á það. Það náðist ekki samkomulag í viræðunum milli Breiðabliks og Víkings og við verðum að setjast aftur niður eftir tímabil og skoða það."

Hann segist vera orðinn mikill Víkingur eftir sumarið.

„Já, klárlega orðinn miklu meiri Víkingur eftir þetta sumar heldur en þegar ég kom fyrst til félagsins. Líka hvernig ég er búinn að tengjast strákunum í félaginu og er kominn inn í alla hluti."

Eins og fyrr segir eru liðin í hörku baráttu um íslandsmeistaratitilinn en Kalli er mjög einbeittur.

„Það er yndislegt að tvö góð félög eru að berjast um þennan Íslandsmeistaratitil. Svona á þetta að vera, hörð barátta og þannig viljum við hafa þetta,"

„Tilfinningarnar eru mjög blendnar. Ég er Víkingur í mínum huga. Þó að ég sé samningsbundinn Breiðabliki þá er ég aðallega að hugsa um Víking núna. Ég vona svo innilega að Víkingur vinni titilbaráttuna þótt það sé smá grænt hjarta í manni. Ég er búinn að spila með Víkingi í heilt sumar þannig ég vona að við tökum þetta," sagði Kalli.

Sjá einnig:
Með smá grænt í hjartanu en vonar innilega að Víkingur vinni titilbaráttuna
Athugasemdir
banner
banner
banner