Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   lau 18. nóvember 2023 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Kai Havertz vinstri bakvörður gegn Tyrklandi - Skoraði eftir fimm mínútur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þýskaland er að spila æfingaleik við Tyrkland þessa stundina og er staðan 1-2 í hálfleik eftir að Kai Havertz, sem byrjaði sem vinstri bakvörður í fjögurra manna varnarlínu, kom Þjóðverjum yfir snemma leiks.

Havertz fór í vítateig Tyrkja í föstu leikatriði og barst boltinn að lokum til hans í vítateignum, þar sem hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Leroy Sané.

Havertz hefur aldrei spilað sem varnarmaður á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta, þar sem hann er sóknartengiliður að upplagi en getur spilað úti á kanti, í fremstu víglínu eða sem miðjumaður. Nú ætlar Julian Nagelsmann að bæta vinstri bakvarðarstöðunni við.

„Kai mun ekki vera vinstri bakvörður allan tímann. Hann er ótrúlega góður fótboltamaður og það gaf mér þessa frábæru hugmynd. Hann mun ekki spila sem klassískur bakvörður," sagði Nagelsmann fyrir leik, þegar hann var spurður út í liðsuppstillinguna.

Tyrkir hafa verið talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik í Þýskalandi og sneru þeir stöðunni við eftir opnunarmark Havertz. Ferdi Kadioglu og Kenan Yildiz skoruðu sitthvort markið og leiða gestirnir verðskuldað í leikhlé.

Hinn 24 ára gamli Havertz hefur átt í erfiðleikum með að skora mörk í enska boltanum, eftir að hann var keyptur til Chelsea í september 2020 og þaðan svo til Arsenal síðasta sumar. Nagelsmann er þó líklega ekki búinn að finna lausnina við því vandamáli með þessari hugmynd sinni.

Sjáðu markið
Athugasemdir
banner