
ÍBV 1 - 2 Vestri
1-0 Ísak Andri Sigurgeirsson
1-1 Nacho Gil
1-2 Viktor Júlíusson
1-0 Ísak Andri Sigurgeirsson
1-1 Nacho Gil
1-2 Viktor Júlíusson
Vestri vann góðan sigur á ÍBV í síðasta leik 21. umferðar Lengjudeildarinnar. Leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum í dag.
Ísak Andri Sigurgeirsson, lánsmaður frá Stjörnunni, kom ÍBV yfir eftir markalausan fyrri hálfleik.
Vestri svaraði markinu býsna vel og skoraði hinn spænski Nacho Gil jöfnunarmarkið. Viktor Júlíusson kom Vestra svo í forystuna áður en flautað var af.
Það reyndist sigurmarkið í leiknum og lokatölur 1-2 fyrir Vestra í Eyjum.
Núna er aðeins lokaumferðin eftir. ÍBV er í öðru sæti með 44 stig og Vestri er í sjötta sæti með 35 stig. ÍBV er nú þegar komið upp í Pepsi Max-deildina.
Athugasemdir