Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 19. september 2022 14:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heyrðist vel er þjálfari KR lét býsna athyglisverð ummæli falla
Christopher Harrington.
Christopher Harrington.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik KR gegn Val.
Úr leik KR gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag hefur verið mikil umræða í tengslum umgjörð hjá kvennaliði KR. Leikmenn liðsins, og þjálfarar, eru verulega ósáttir.

Sjá einnig:
Óánægja með umgjörðina hjá KR - „Mikið talað og lítið gert"
Þjálfari KR: Ertu á lyfjum?

Það hefur myndast mikil umræða á samfélagsmiðlum eftir að Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði liðsins, steig fram í viðtali við RÚV í gær þar sem hún sagði:

„Yfirhöfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel," sagði Rebekka.

„Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR. Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera."

Núna hefur Vísir birt myndband af atvikinu frá því í gær þegar Hannah Lynne Tillett, leikmaður liðsins, meiðist illa.

Hún getur ekki gengið út af, en það eru engar börur á staðnum og því taka liðsfélagar hennar hana upp og lyfta henni út af. Á meðan er Christopher Harrington, þjálfari KR, augljóslega reiður og segir:

„Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR. Þess vegna eru engar börur til taks úti á velli. Í alvöru talað."

Arnar Páll Garðarsson, annar þjálfari KR, sagði fyrr í dag að leikmenn í 3. flokki hefðu átt að vera á börunum en þær hefðu afboðað sig. Því hafi ekki náðst að redda þessu.

„Sjálfboðaliðarnir gefa allt sitt í þetta og geta ekki alltaf verið á svæðinu og því er þetta á ábyrgð þeirra í kringum liðið að hafa plan til að sjá til þess að einhver sé til staðar þegar það gerist," segir Harrington en þetta er ekki eina dæmið um slaka umgjörð í kringum kvennalið KR í sumar.

Sjá einnig:
„Það hefur ekkert breyst þarna í alltof mörg ár"
Kalli ósáttur við stjórn KR - „Finnst bara að í eins stóru félagi eigi þessir hlutir að vera í lagi"


Athugasemdir
banner
banner
banner