Florentino Perez hefur verið endurkjörinn forseti Real Madrid til næstu fjögurra ára en hann var sjálfkjörinn.
Perez var forseti félagsins milli 2000 og 2006 og snéri aftur árið 2009 og hefur verið forseti allar götur síðan. Það voru engin mótframboð árin 2013, 2017, 2021 og nú 2025.
Þrír einstaklingar eru nýjir í stjórninni en það eru þeir Garcia Sanz, Manuel Redondo Sierra og Jose Angel Sanchez.
Sanz var formaður Wolfsburg frá 2009-2018 en Sierra og Sanchez hafa unnið hjá Real Madrid frá 2000.
Athugasemdir