Heimild: Dr. Football
FH-ingurinn Úlfur Ágúst Björnsson hefur gert eftirtektarverða hluti með háskólaliði sínu Duke Blue Devils. Nýliðavalið fyrir tímabilið 2025 í MLS deildinni var haldið fyrir áramót og var vel talað um Úlf í aðdraganda valsins.
Það þótti líklegt að Úlfur, sem fæddur er árið 2003, yrði valinn en hann þótti besti sóknarmaðurinn í nýliðavalinu. Það kom því á óvart þegar ekkert varð úr því að Úlfur yrði valinn, en möguleiki er á að Úlfur verði valinn í næsta nýliðavali. Hann er samningsbundinn FH út tímabilið í ár og mun missa af byrjun og enda tímabilsins í sumar vegna háskólanámsins.
Brynjar Benediktsson, eigandi Soccer & Education USA, ræddi um Úlf í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í síðustu viku.
Það þótti líklegt að Úlfur, sem fæddur er árið 2003, yrði valinn en hann þótti besti sóknarmaðurinn í nýliðavalinu. Það kom því á óvart þegar ekkert varð úr því að Úlfur yrði valinn, en möguleiki er á að Úlfur verði valinn í næsta nýliðavali. Hann er samningsbundinn FH út tímabilið í ár og mun missa af byrjun og enda tímabilsins í sumar vegna háskólanámsins.
Brynjar Benediktsson, eigandi Soccer & Education USA, ræddi um Úlf í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í síðustu viku.
„Hann er búinn að eiga tvö frábær tímabil úti og fór í nýliðavalið. Það sem gerist er að umboðsmaðurinn hans kemur því ekki til skila til félaganna í MLS-deildinni að FH væri ekki að fara taka einhverjar sturlaðar uppeldisbætur. Staðlarnir eru þannig að uppeldisbæturnar eru mjög háar en það er alltaf samið um þær. FH sagði við Úlf að félagið myndi vinna með félaginu sem myndi velja hann, FH væri ekki að fara biðja um eitthvað rugl mikið. Það kemst ekki til skila og því var hann ekki valinn. Ég er nokkuð vel tengdur félögunum í MLS, njósnurum og fleira, og skilaboðin eftir á voru að þetta væri ástæðan."
„Ég held að Úlfur gæti verið valinn í 1. umferð á næsta ári, ég væri til í að hann yrði GA (Generation Adidas), það myndi þýða að hann yrði öruggur með fínan samning. Ég hef engar áhyggjur af honum, það vita allir hver hann er. Hann setur bara fimmtán mörk á næsta skólaári og þá fer hann á góðan stað," sagði Brynjar.
Soccer & Education USA hjálpar fótboltafólki, strákum og stelpum, að fá skólastyrk í Bandaríkjunum. Þorleifur Úlfarsson er síðasti Íslendingurinn sem valinn var í nýliðavalinu. Hann var valinn númer fjögur fyrir tímabilið 2022 og fékk GA samning.
Athugasemdir