Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   fim 19. september 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur Ágúst orðaður við Inter Miami - „Ég er bara rólegur í Duke"
Úlfur Ágúst.
Úlfur Ágúst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Ágúst Björnsson er orðaður við Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni. Úlfur er FH-ingur, samningsbundinn félaginu út næsta tímabil, en leikur með Duke í Bandaríkjunum yfir háskólatímabilið í Bandaríkjunum.

Úlfur, sem er 21 árs sóknarmaður, hefur skorað sex mörk og lagt upp eitt í fyrstu sex leikjum tímabilsins í Bandaríkjunum. Á síðasta tímabili skoraði hann tíu mörk og lagði upp fjögur í átján leikjum. Með FH í sumar skoraði Úlfur fimm mörk og lagði upp þrjú í þrettán leikjum.

Kristján Óli Sigurðsson sagði í Þungavigtinni að Inter Miami ætlaði sér að skoða Úlf og hann gæti á endanum fengið samning í Miami.

Fótbolti.net bar tíðindin undir Úlf og hafði hann eftirfarandi að segja:

„Ég veit því miður afar lítið um þetta og er ekki á reynslu hjá þeim. Ég er bara rólegur í Duke og að sinna því eins og staðan er," segir Úlfur sem er á sínu öðru ári í Duke.

Hjá Inter Miami vantar ekki stjörnurnar. Þar eru þeir Lionel Messi, Luis Suarez, Sergio Busquets og Jordi Alba. Messi, svona fyrir þá sem ekki vita, hefur átt ágætan feril.
Athugasemdir
banner
banner