Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 20. febrúar 2021 13:08
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Víkingur rúllaði yfir FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 1 - 6 Víkingur R.
1-0 Vuk Oskar Dimitrijevic ('20)
Mörk Víkings:
Erlingur Agnarsson (2)
Helgi Guðjónsson (2)
Karl Friðleifur Gunnarsson
Nikolaj Hansen

Vuk Oskar Dimitrijevic tók forystuna fyrir FH er liðið mætti Víkingi R. í stórleik í Lengjubikarnum í dag en hlutirnir versnuðu fljótt fyrir Hafnfirðinga.

Vuk fór meiddur af velli og skömmu síðar þurfti einnig að skipta Guðmanni Þórissyni meiddum útaf, rétt áður en Víkingur jafnaði leikinn.

Gestirnir úr Fossvoginum komust svo yfir fyrir leikhlé og skiptu um gír í afar fjörugum síðari hálfleik sem byrjaði með látum þar sem Guðmundur Kristjánsson var rekinn af velli ásamt Davíð Þór Viðarssyni úr þjálfarateyminu.

Víkingar áttu frábæran síðari hálfleik manni fleiri og bættu fjórum mörkum við í 1-6 stórsigri.

Erlingur Agnarsson og Helgi Guðjónsson gerðu sitthvora tvennuna, Nikolaj Hansen og Karl Friðleifur Gunnarsson komust einnig á blað.

Víkingur er með 4 stig eftir sigurinn, FH er áfram með 3 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner