Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   sun 20. apríl 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Tvítugur varnarmaður þreytir frumraun sína með Man Utd - Þrjár breytingar hjá Arteta
Tyler Fredricson spilar sinn fyrsta leik með Man Utd
Tyler Fredricson spilar sinn fyrsta leik með Man Utd
Mynd: Man Utd
Zinchenko er í liði Arsenal
Zinchenko er í liði Arsenal
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þrír leikir eru spilaðir í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 13:00 á þessum fína páskadegi.

Fulham tekur á móti Chelsea á Craven Cottage. Chelsea er dottið niður í 7. sæti í Meistaradeildarbaráttunni en liðið má alls ekki við því að tapa fleiri stigum. Það er allt undir hjá Fulham, sem getur fært sig nær Evrópusæti.

Reece James, fyrirliði Chelsea, byrjar gegn Fulham og þá er Cole Palmer áfram í liðinu.

Fulham: Leno, Tete, Anderson, Bassey, Robinson, Lukic, Berge, Pereira, Iwobi, Jimenez, Sessegnon

Chelsea: Sanchez, James, Chalobah, Colwill, Cucurella, Caicedo, Fernandez, Madueke, Palmer, Neto, Jackson

Mikel Arteta gerir þrjár breytingar á liði Arsenal frá sigrinum á Real Madrid í miðri viku. Oleksandr Zinchenko, Ben White og Leandro Trossard byrja í stað Thomas Partey, Myles Lewis-Skelly og Jurrien Timber.

Liðið mætir Ipswich á Portman Road en heimamenn gera aðeins eina breytingu. Jacob Greaves kemur inn fyrir Cameron Burgess.

Ipswich: Palmer, Johnson, Greaves, Tuanzebe, O'Shea, Davis, Cajuste, Morsy, Enciso, Clarke, Hirst

Arsenal: Raya, White, Saliba, Kiwior, Zinchenko, Rice, Odegaard, Merino, Martinelli, Saka, Trossard

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, sagði eftir sigurinn á Lyon á dögunum að stuðningsmenn þyrftu að skilja það að öll einbeiting verði sett á Evrópudeildina. Hann lofaði að spila ungum leikmönnum og eru tveir ungir í byrjunarliðinu í dag.

Hinn 20 ára gamli Tyler Fredricson spilar sinn fyrsta leik með United. Hann er í vörninni og þá er Harry Amass einnig í liðinu ásamt Kobbie Mainoo, Christian Eriksen, Rasmus Höjlund og fleiri góðum.

Matheus Cunha, sem hefur verið orðaður við Man Utd, kemur aftur í byrjunarliði Wolves.

Man Utd: Onana; Mazraoui, Lindelof, Fredricson; Dorgu, Eriksen, Ugarte, Amass; Garnacho, Mainoo; Hojlund.

Wolves: Sa, Semedo, Bueno, Agbadou, Toti, Ait-Nouri, Andre, J Gomes, Munetsi, Cunha, Strand Larsen.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner