Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 20. apríl 2025 17:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Liverpool einum sigri frá titlinum og felldi Leicester
Mynd: EPA
Leicester City 0 - 1 Liverpool
0-1 Trent Alexander-Arnold ('76 )

Liverpool er aðeins einum sigri frá enska úrvalsdeildartitlinum eftir sigur á Leicester í dag en tapið þýðir að Leicester er fallið.

Liverpool var með öll völd á vellinum nánast allan leikinn en Mads Hermansen var í stuði í markinu hjá Leicester. Mohamed Salah komst næst því að koma Liverpool yfir í fyrri hálfleik en skot hans fór í báðar stangirnar og út.

Trent Alexander-Arnold snéri aftur eftir meiðsli og kom inn á sem varamaður fyrir Conor Bradley á 71. mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Alexander-Arnold eftir darraðadans inn á teig Leicester.

Liverpool getur tryggt titilinn um næstu helgi þegar liðið fær Tottenham í heimsókn. Leicester hefur verið í tómum vandræðum að skora, sérstaklega á heimavelli, og er fallið þegar fimm umferðir eru ennþá eftir.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner