Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   fim 20. júní 2024 10:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli reynir að fá Ægi Jarl
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ægir Jarl Jónasson gæti verið á förum frá KR, danska félagið AB er að reyna fá hann en samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru félögin ekki búin að ná saman.

AB er í dönsku C-deildinni og er þjálfari liðsins Jóhannes Karl Guðjónsson. Hann tók við liðinu í maí og er markmiðið að fara upp úr C-deildinni á næstu tímabilum.

Ægir er uppalinn Fjölnismaður en hefur verið hjá síðan 2019 og varð Íslandsmeistari með KR það tímabil.

Hann er 26 ára og lék á sínum tíma 15 leiki fyrir yngri landsliðin. Samningur hans við KR rennur út eftir tímabilið. Ægir hefur komið við sögu í öllum leikjum KR í sumar og byrjaði á bekknum gegn ÍA í síðustu umferð.

Hjá AB er einn íslenskur leikmaður. Það er Ágúst Eðvald Hlynsson. Félagaskiptaglugginn í Danmörku er opinn.
Athugasemdir
banner
banner