Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 20. júlí 2024 16:23
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Hrafnhildur gerði sigurmarkið í Garðabæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í Bestu deild kvenna, þar sem Hrafnhildur Ása halldórsdóttir skoraði eina markið í naumum sigri Breiðabliks á útivelli gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Breiðablik

Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik í Garðabæ þar sem Blikar sköpuðu sér þó bestu færin og hæfðu slána.

Stjörnukonur fengu dauðafæri í upphafi fyrri hálfleiks og svo björguðu þær á eigin marklínu tíu mínútum síðar, en hvorugu liði tókst að skora fyrr en á 78. mínútu. Þar var Hrafnhildur Ása á ferðinni og reyndist það vera eina mark leiksins.

Stjarnan kom boltanum í netið eftir hornspyrnu á lokakaflanum en dómarinn dæmdi aukaspyrnu vegna brots á markverði.

Breiðablik stóð uppi sem sigurvegari og er á toppi Bestu deildarinnar með 36 stig eftir 13 umferðir, þremur stigum fyrir ofan Val sem á leik til góða í titilbaráttunni.

Stjarnan er í sjöunda sæti, með 13 stig.

Stjarnan 0 - 1 Breiðablik
0-1 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('78)

Þróttur R. tók þá á móti FH og leit sigurmark leiksins dagsins ljós á 82. mínútu.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 1 FH

Leikurinn fór mjög fjörlega af stað þar sem bæði lið fengu færi áður en Leah Maryann Pais tók forystuna eftir hornspyrnu á 16. mínútu.

Það var áfram mikið líf í leiknum og gerði Elísa Lana Sigurjónsóttir jöfnunarmark fyrir FH á 29. mínútu eftir að boltinn barst til hennar innan vítateigs hjá Þrótti.

FH var nýbúið að eiga skot í stöng og skilaði mikill sóknarþungi sér með marki. Staðan 1-1 eftir mjög skemmtilegan fyrri hálfleik.

Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik þar sem bæði lið óðu í færum í opnum leik en boltinn rataði ekki í netið fyrr en á 82. mínútu, þegar Melissa Alison Garcia gerið sigurmarkið fyrir Þrótt.

Melissa skoraði þar með í sínum fyrsta leik fyrir Þrótt, en hún fékk boltann í sig eftir fyrirgjöf.

Þróttarar gerðu mjög vel að verjast á síðustu mínútum leiksins til að sigla sigrinum í höfn og urðu lokatölur 2-1.

Þróttur fer með þessu upp í sjötta sæti og er þar með 13 stig eftir 13 umferðir.

Þróttur R. 2 - 1 FH
1-0 Leah Maryann Pais ('16)
1-1 Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('29)
2-1 Melissa Alison Garcia ('82)
Athugasemdir
banner
banner
banner