Valur tilkynnti í vikunni um komu landsliðskonunnar Natöshu Anasi til félagsins. Natasha kemur frá norska félaginu Brann en hún spilaði síðast á Íslandi tímabilið 2022, þá með Breiðabliki. Þar áður hafði hún spilað með ÍBV og Keflavík. Hún er fædd í Bandaríkjunum en er með íslenskan ríkisborgararétt og hefur spilað sex leiki fyrir A-landsliðið. Hún spilaði fyrir viku síðan sinn sjötta landsleik og var algjörlega frábær í stórkostlegum sigri gegn Þýskalandi.
Hún skrifar undir tveggja ára samning við Hliðarendafélagið og gæti þreytt frumraun sína í dag þegar Keflavík kemur í heimsókn á N1 völlinn. Natasha getur leyst margar stöður í vörn og á miðju.
Hún skrifar undir tveggja ára samning við Hliðarendafélagið og gæti þreytt frumraun sína í dag þegar Keflavík kemur í heimsókn á N1 völlinn. Natasha getur leyst margar stöður í vörn og á miðju.
„Valur er auðvitað félag þar sem allt er á hæsta stigi, skipir engu hvort það er kvenna eða karla eða hvaða íþrótt það er. Það er mjög spennandi umhverfi í Val sem ég held að muni henta mér vel og svo finnst mér Pétur og hans teymi ótrúlega flott og ég er afar spennt að vinna með þeim," sagði Natasha í tilkynningu Vals.
Hún segist þekkja vel til félagsins. „Bæði hef ég auðvitað spilað oft á móti Val og svo þekki ég fullt af stelpum í liðinu. Þarna eru nokkrir reynsluboltar eins og ég og svo nokkrar sem eru með mér í landsliðinu líka.“
„Þó maður sé ekkert unglamb lengur þá er maður alltaf að læra nýja hluti og verða betri, á sama tíma vil ég koma inn og gera gott lið enn betra með minni reynslu og því sem ég hef fram að færa á fótboltavellinum. Á endanum snýst þetta allt um liðið og ég mun gera allt sem ég get til þess að liðið nái sínum markmiðum hérna heima og í Meistaradeildinni.“
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, tjáði sig um komu Natöshu:
„Natasha er ekki bara frábær leikmaður með mikla reynslu heldur er hún líka frábær einstaklingur sem er gott að fá inn í hópinn. Við sáum í landsleiknum gegn Þýskalandi hversu stórkostlegur leikmaður hún er og hvaða gæði hún er að koma með inn í liðið.“
Valur er í öðru sæti Bestu deildar kvenna með jafnmörg stig og Breiðablik þegar tólf umferðir eru búnar. Leikur Vals og Keflavíkur hefst klukkan 16:15 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 18 | 16 | 1 | 1 | 48 - 16 | +32 | 49 |
2. Breiðablik | 18 | 16 | 0 | 2 | 46 - 9 | +37 | 48 |
3. Þór/KA | 18 | 9 | 3 | 6 | 40 - 28 | +12 | 30 |
4. Víkingur R. | 18 | 8 | 5 | 5 | 28 - 29 | -1 | 29 |
5. FH | 18 | 8 | 1 | 9 | 30 - 36 | -6 | 25 |
6. Þróttur R. | 18 | 7 | 2 | 9 | 23 - 27 | -4 | 23 |
7. Stjarnan | 18 | 6 | 3 | 9 | 22 - 34 | -12 | 21 |
8. Tindastóll | 18 | 3 | 4 | 11 | 20 - 41 | -21 | 13 |
9. Fylkir | 18 | 2 | 4 | 12 | 17 - 34 | -17 | 10 |
10. Keflavík | 18 | 3 | 1 | 14 | 16 - 36 | -20 | 10 |
Athugasemdir